Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 19. mars 2022 13:40
Ívan Guðjón Baldursson
Benzema og Mendy missa af El Clasico
Mynd: EPA

Franski sóknarmaðurinn Karim Benzema verður ekki með Real Madrid þegar liðið mætir Barcelona í El Clasico annað kvöld. Miðjumaðurinn öflugi Ferland Mendy verður einnig fjarri góðu gamni.


Benzema hefur verið burðarstólpur Real á tímabilinu og er langmarkahæstur í spænska boltanum með 22 mörk og 11 stoðsendingar í 25 leikjum.

Börsungar byrjuðu tímabilið herfilega en virðast vera búnir að finna taktinn undir stjórn Xavi. Þeir eru búnir að bæta öflugum leikmönnum við hópinn hjá sér og verður áhugavert að sjá hvernig leikurinn þróast annað kvöld.

Þá verður áhugavert að sjá hvort Eden Hazard fær að spreyta sig en það yrði hans fyrsti El Clasico leikur frá komu sinni til Real. Hazard hefur verið meiddur síðustu fimm skiptin sem liðin hafa mæst.

Carlo Ancelotti þarf að velja einhvern til að spila frammi með Vinicius Junior og Rodrygo Goes. Gareth Bale og Isco koma helst til greina ásamt Hazard.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 29 22 6 1 64 20 +44 72
2 Barcelona 29 19 7 3 60 34 +26 64
3 Girona 29 19 5 5 59 34 +25 62
4 Athletic 29 16 8 5 50 26 +24 56
5 Atletico Madrid 29 17 4 8 54 34 +20 55
6 Real Sociedad 29 12 10 7 42 31 +11 46
7 Betis 29 10 12 7 34 33 +1 42
8 Valencia 28 11 7 10 32 32 0 40
9 Getafe 29 9 11 9 37 42 -5 38
10 Villarreal 29 10 8 11 47 51 -4 38
11 Las Palmas 29 10 7 12 29 32 -3 37
12 Osasuna 29 10 6 13 33 43 -10 36
13 Alaves 29 8 8 13 26 35 -9 32
14 Mallorca 29 6 12 11 25 35 -10 30
15 Vallecano 29 6 11 12 25 38 -13 29
16 Sevilla 29 6 10 13 36 44 -8 28
17 Celta 29 6 9 14 32 44 -12 27
18 Cadiz 29 3 13 13 20 40 -20 22
19 Granada CF 28 2 8 18 30 58 -28 14
20 Almeria 29 1 10 18 28 57 -29 13
Athugasemdir
banner
banner