Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 19. mars 2022 22:04
Brynjar Ingi Erluson
Íslendingarnir í undanúrslit norska bikarsins - Jón Daði í sigurliði
Samúel Kári kom við sögu í sigri Viking og er liðið nú komið í undanúrslit norska bikarsins
Samúel Kári kom við sögu í sigri Viking og er liðið nú komið í undanúrslit norska bikarsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Daði Böðvarsson og hans menn í Bolton unnu
Jón Daði Böðvarsson og hans menn í Bolton unnu
Mynd: Getty Images
Strömsgodset og Viking tryggðu sig í dag í undanúrslit norska bikarsins en þrír Íslendingar eru á mála hjá liðunum. Jón Daði Böðvarsson og hans menn í Bolton Wanderers unnu þá góðan sigur í ensku C-deildinni.

Patrik Sigurður Gunnarsson stóð á milli stanganna í 5-0 sigri Viking á KFUM Oslo. Þetta var nokkuð auðveld viðureign fyrir Viking sem var tveimur mörkum yfir í hálfleik.

Samúel Kári Friðjónsson kom inná sem varamaður á 72. mínútu og hjálpaði liðinu að gulltrygga sigurinn. Ari Leifsson var þá ekki með Strömsgodset sem vann Sandnes, 4-0.

Sveinn Aron Guðjohnsen kom inná sem varamaður hjá Elfsborg er liðið datt úr leik í undanúrslitum sænska bikarsins. Hákon Rafn Valdimarsson sat allan tímann á bekknum. Jón Guðni Fjóluson var þá ekki með Hammarby vegna meiðsla.

Jón Daði var í byrjunarliði Bolton sem vann Crewe, 1-0. Jón Daði fór af velli á 72. mínútu fyrir Amadou Bakayoko, sem skoraði svo sigurmarkið liðsins. Bolton er í 11. sæti með 58 stig, níu stigum frá umspilssæti.

Rúnar Alex Rúnarsson stóð í markinu hjá Leuven sem gerði 1-1 jafntefli við Seraing í belgísku A-deildinni.

Árni Vilhjálmsson lék allan leikinn er Rodez tapaði fyrir Sochaux, 2-0, í frönsku B-deildinni. Elías Már Ómarsson var utan hóps hjá Nimes sem tapaði fyrir Ajaccio, 1-0.

Róbert Orri Þorkelsson kom þá inná sem varamaður á 79. mínútu er Montreal og Atalanta gerðu 3-3 jafntefli í MLS-deildinni. Atlanta skoraði tvö mörk undir lok leiksins og tryggði sér þannig stig.

Böðvar Böðvarsson spilaði er Trelleborgs FF vann 2-0 sigur á Värnamo á meðan Davíð Kristján byrjaði á bekknum en kom inná sem varamaður í 3-1 tapi Kalmar gegn Mjällby.

Hallbera Guðný Gísladóttir var þá í byrjunarlði Kalmar sem tapaði 3-1 fyrir Växjö í æfingaleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner