Niðurtalningin - Tveir vendipunktar síðasta sumar
Niðurtalningin - Eitthvað nýtt og miklu stærra
Aldrei heim - Horfum ekki á E-riðilinn á EM
Niðurtalningin - Hverfisstrákarnir úr Árbænum
Aldrei heim - Kjartan Henry fékk góða gjöf frá Úkraínumanni
Aldrei heim - Formaðurinn í takkaskónum
Niðurtalningin - Sama uppskrift og í fyrra
Aldrei heim - Landsliðið komið til Póllands
Útvarpsþátturinn - Jói Kalli, Bjarki Már og Elvar Geir um landsliðið
Beint frá Búdapest - Hetjan sem mátti ekki tala
Beint frá Búdapest - Áfall að morgni leikdags
Viktor Unnar: Fann strax að þetta er eitthvað sem á við mig
Aron Jó: Cole Campbell tekur sínar eigin ákvarðanir
Hugarburðarbolti Þáttur 8
Beint frá Búdapest - Skiptar skoðanir á ákvörðuninni um Albert
Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford
Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Hugarburðarbolti Þáttur 7
Gylfi mættur í Val - Lyftir deildinni upp um nokkrar hæðir
   fim 19. apríl 2018 12:30
Magnús Már Einarsson
Óskar og Aron - Breytingar hjá KR, karfan og Peter Crouch
Óskar Örn Hauksson og Aron Bjarki Jósepsson.
Óskar Örn Hauksson og Aron Bjarki Jósepsson.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Óskar gæti náð leikja og markameti KR í efstu deild á næstu árum.
Óskar gæti náð leikja og markameti KR í efstu deild á næstu árum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Aron Bjarki Jósepsson.
Aron Bjarki Jósepsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Örn Hauksson og Aron Bjarki Jósepsson komu báðir ungir til KR og hafa leikið með liðinu í áraraðir. Þeir mættu í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net í gær og ræddu meðal annars um spá Fótbolta.net en KR er spáð 5. sæti í Pepsi-deildinni.

„Ég hefði ekki mætt ef ég hefði vitað af þessu," sagði Óskar léttur í bragði.

„Okkur hefur aldrei verið spáð svona neðarlega. Við ætlum að gera betur en í fyrra," bætti Aron við en KR endaði í 4. sætinu í fyrra. „Það getur allt gerst ef við byrjum vel og það kemur stemning í hópinn."

Var alltaf stressaður fyrir laugardagana
Rúnar Kristinsson er tekinn við KR á nýjan leik eftir að hafa þjálfað Lilleström í Noregi og Lokeren í Belgíu. Óskar og Aron léku báðir undir stjórn Rúnars á sínum tíma og urðu Íslands og bikarmeistarar undir hans stjórn en þeir segja meira um hlaup hjá honum núna en áður.

„Við hlupum mikið í mars, bæði með og án bolta," sagði Óskar en hann segir að hlaupin hafi ekki verið jafn mikil og þegar Teitur Þórðarson þjálfaði KR á sínum tíma.

„Þá vorum við að vakna fyrir allar aldir til að fara út að hlaupa í alls konar veðrum. Laugardagarnir voru hlaupadagar og ég var farinn að sofa illa á miðvikudögum fyrir laugardagana. Þetta var ekki svo slæmt."

Gæti slegið leikja og markamet KR
Hinn 33 ára gamli Óskar Örn er sex mörkum frá því að jafna markamet Ellerts B. Schram í efstu deild hjá KR en metið er 62 mörk.

„Fólk í kringum mann er að tala um þetta en ég veit ekki neitt. Það væri gaman að ná því en þetta er ekki eitthvað sem ég pæli í dags daglega," sagði Óskar en hann á einnig tæplega 30 leiki í að taka leikjamet KR í efstu deild af Þormóði Egilssyni

„Ég er rétt að byrja og ég næ þessu auðveldlega," sagði Óskar léttur. „Þetta er kannski eitthvað sem maður horfir meira í þegar maður er hættur og er farinn að mæta á völlinn sem eldri maður og rífa kjaft."

Var nálægt því að fara frá KR
Aron Bjarki er uppalinn á Húsavik en amma hans bjó í Vesturbæ og hann tók þátt í fótboltanámskeiðum hjá KR á yngri árum. Hann kom síðan til félagsins fyrir sumarið 2011. Þrátt fyrir að hafa ekki alltaf átt fast sæti í byrjunarliði KR þá hefur Aron ekki róað á önnur mið.

„Ég hef oft verið nálægt því að fara eitthvað annað. KR er þannig félag að það er mikil samkeppni og það verður það líka í sumar. Ég hef ekki skorast undan samkeppni en þegar maður hefur séð að það sé enginn möguleiki á að komast í lið þá hefur maður stundum tékkað eitthvað annað."

„Fyrir sumarið 2013 var ég til dæmis búinn að bóka flug til Húsavíkur til að spila þar. Það endaði þannig að ég byrjaði fyrstu sjö leikina með KR en spilaði ekki með Völsungi sem féll með tvö stig úr 1. deildinni. Ég átti að fljúga seinni partinn á föstudegi en það var hætt við á föstudagsmorgni og flugmiðanum hent. Það hefur ekki verið annað þannig séð. KR hefur alltaf viljað hafa mig og ég vil alltaf vera í KR,"


Spenntir fyrir körfunni
KR er að fara að mæta Tindastóli í úrslitaleikjum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Óskar og Aron fylgjast báðir spenntir með körfuboltanum.

„Þetta verður skemmtilegt einvígi. Þetta eru klárlega tvö bestu liðin sem mætast í úrslitum og KR tekur þetta," sagði Óskar en Aron fylgist einnig spennur með.

„FInnur Freyr (Stefánsson) þjálfari er bróðir mömmu. Hann er sá sem kom mér í KR og ól mig upp sem KR-ing. Eftir að hann tók við liðinu hef ég fylgst mjög vel með. Ég verð mjög stressaður að horfa á þetta og brjálast yfirleitt út í dómarann þó að ég kunni ekki alveg reglurnar," sagði Aron og hló.

Hér að ofan má hlusta á viðtalið í heild sinni en þar talar Aron meðal annars einnig um aðdáun sína á Peter Crouch, leikmennirnir ræða störf sín utan vallar og fyrsta leik sumarsins gegn Íslandsmeisturum Vals.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner