Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 19. apríl 2019 09:15
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Ægir Jarl Jónasson (KR)
Ægir Jarl Jónasson.
Ægir Jarl Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR er spáð öðru sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. Samhliða spánni er einn leikmaður í hverju liði sem sýnir á sér hina hliðina.

Hjá KR er það Ægir Jarl Jónasson sem sýnir á sér hina hliðina.

Þú getur keypt Ægi Karl í Draumaliðið þitt. Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsdeild Eyjabita og Fótbolta.net!

Fullt nafn: Ægir Jarl Jónasson (Lesið frá vinstri til hægri)

Gælunafn: Æsarinn eða Æsufellið

Aldur: 20 ára með 20 fingur, 20 tær og eina hnéhlíf.

Hjúskaparstaða: Nældi mér í skíðadrottninguna Hönnu Láru Ívars Ásgrímsdóttur fyrir ekki svo löngu og hefur það samband verið á pari við væntingar.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Sumarið 2015 á móti Stjörnunni í garðabæ. Kom inná i 3 mínútur.

Uppáhalds drykkur: Appelsínusafi handkreistur af kraftakarlinum Andrési Guðmundssyni.

Uppáhalds matur Ban Kúnn í Hafnarfirði. Erling meistarakokkur djúpsteikir rækjurnar svoleiðis að það ískrar í þeim.

Hvernig bíl áttu: Einhvern Nissan frethólk sem þarfnast stöðugs viðhalds. Fyrir næsta rjúpnatímabil verð ég búinn að setja á hann tengdamömmubox, utanborðsmótor og dráttarkrók. Svo er ég búinn að biðja um spindilkúlu í afmælisgjöf þannig nú krossleggur maður bara fingur og biður til guðs, skapara himins og jarðar.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Breaking Bad. Á skrambi góða eftirhermu af Jessie Pinkman þó ég segi sjálfur frá.

Uppáhalds tónlistarmaður: Erfitt að velja á milli Travis Scott og Kanye West, en íslenskur er það minn maður Aron can

Uppáhalds samskiptamiðill: Instagram

Fyndnasti Íslendingurinn: Sveppi Krull er slap knee hilarous.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber, tromp, daim og dass af byssupúðri (hockeypulver)

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: „Pabbi fór tvo og hálfan hring með Húsafellshelluna, ég held hann geti víst lamið þig" Frá góðvini mínum Axeli Óskari Andréssyni.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Vatnaliljur er svo vatnshræddur, og ég syndi ekki í saltann sjóinn

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Reece Oxford

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Sigfús Heimisson toppgæji sem tók mig í gegn í yngri flokkunum

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ástbjörn Þórðarson þegar ég var í 2.flokki í Fjölni. Hann var alveg yfirmáta dónalegur og hrikalega orðljótur.

Sætasti sigurinn: Örugglega sigur í bilkarúrlsitum í vító á Blikum í 2.flokk það var sætt

Mestu vonbrigðin: Þegar ég var skikkaður í hnéhlífina fyrir ekki svo löngu.

Uppáhalds lið í enska: Man United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Birkir Már Sævarsson A.K.A. Vindurinn

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Afnema veiðigjöldin og kannski byggja nýja stúku allan hringinn ef að það verður eitthvað eftir í buddunni

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Dolli var það áður en útlendingaeftirlitið náði í skottið á honum.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Liðsfélagi minn Tobias Thomsen það er einn fallegur andskoti hann má eiga það

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi án efa

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Ástbjörn Þórðarson var að fá hvolp og dreifir hundasnöppum eins og sælgæti. Svo hefur maður heyrt að Björgvin Stefánsson sé afar eftirsóttur en hann er víst bara að einbeita sér að fótboltanum.

Uppáhalds staður á Íslandi: Inni í Nissan skrjóðnum á fallegum sumardegi með aðra hendina út um gluggann og loftkælinguna í botni.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Það var nú bara um daginn í leik í Bose mótinu. Ég var eitthvað annars hugar og ætlaði að biðja um sendingu frá Óskari Erni. Eins og ég segi var ég eitthvað annars hugar eins og maður er stundum. Óskar er með boltann á kantinum og ég ætla að biðja um hann í fætur, nema hvað að ég var eitthvað svakalega utan við mig og hausinn ekki alveg á réttum stað þannig ég kallaði hann óvart Ólaf en ekki Óskar. Við náðum augnsambandi á vellinum og grenjuðum báðir úr hlátri. Ég hló svo mikið að ég þurfti að biðja um skiptingu og við félagarnir rifjum þetta oft upp í klefanum. Þetta var svolítið svona had to be there moment en ég hafði allavega gaman af þessu.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Loka augunum

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist aðeins með körfunni þá aðallega frænda mínum Arnóri Hermannsyni þeim mikla meistara

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas X18

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Ég var alveg vonlaus í náttúrufræði

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Euphoria er í miklu uppáhaldi

Vandræðalegasta augnablik: * Þegar ég gleymdi hver Kristján Finnbogason væri í smá stund þegar það var verið að kynna bókina hjá Gumma ben þeim mikla meistara (veit vel hver það er og vissi þá) en það datt alveg út úr mér nafnið og skammast ég mín ennþá fyrir en ég bað hann afsökunar og klappaði honum á skallann og við erum góðir vinir í dag og það er það eina sem skiptir máli.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Fyrst vel ég Björgvin Stefánsson hann væri mér til skemmtunar þegar bjátar á, svo tek ég Axel Óskar hann veiðir í matinn fyrir og sinnir skítverkunum enda skepna þar á ferð og svo tæki ég Begga Ólafs til að gefa mér góð lífsráð þess á milli. Það væri alvöru þrenna mér myndi ekki leiðast í 1 mínútu á þessari eyðieyju Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég get labbað á höndum frá subway til hagkaups í Spönginni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner