Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 19. apríl 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Didier Digard: Ég held að Strachan hafi bara verið að bulla
Strachan, sem er 63 ára gamall, starfaði síðast sem landsliðsþjálfari Skotlands frá 2013 til 2017.
Strachan, sem er 63 ára gamall, starfaði síðast sem landsliðsþjálfari Skotlands frá 2013 til 2017.
Mynd: Getty Images
Didier Digard skipti úr PSG yfir til Middlesbrough sumarið 2008 og féll félagið niður í Championship deildina á þeirri leiktíð.

Gordon Strachan tók við stjórnartaumunum í október 2009 og entist í tæpt ár. Gengi Middlesbrough var herfilegt undir hans stjórn og skildi hann við liðið í 20. sæti Championship deildarinnar.

Digard var lánaður og síðar keyptur til Nice þar sem hann var mikilvægur hlekkur í fjögur ár. Í dag er hann 33 ára gamall en þurfti að leggja skóna á hilluna snemma vegna tíðra meiðsla.

„Ég skildi aldrei það sem Gordon Strachan sagði, með þennan skoska hreim. Ég skipti yfir til Nice því ég skildi ekki stjórann," sagði Digard í viðtali við L'Equipe.

„Ég held að hann hafi bara verið að bulla, því okkur gekk mjög vel áður en hann kom en eftir að hann var ráðinn gátum við ekki hætt að tapa."
Athugasemdir
banner
banner
banner