Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. apríl 2020 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Framarar lækka laun um 50 prósent
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og mörg önnur knattspyrnufélög á Íslandi þá hafa Framarar lækkað laun. Ásgrím­ur Helgi Ein­ars­son, formaður knatt­spyrnu­deild­ar Fram, segir frá þessu í samtali við Morgunblaðið.

„Það var mik­ill sam­hug­ur hjá öll­um inn­an fé­lags­ins um að taka á sig launa­lækk­un," segir Ásgrímur.

Laun verða lækkuð um 50 prósent og verður staðan endurskoðuð á tveggja mánaða fresti.

„Til að byrja með munu all­ir lækka um 50% í laun­um og við mun­um svo skoða stöðuna á tveggja mánaða fresti fram eft­ir ári," segir Ásgrímur, en ástandið er erfitt vegna veirunnar. Enginn fótbolti er í gangi á Íslandi og illa gengur að fá styrktaraðila. Óvissan er mikil.

Ljóst er að rekstur knattspyrnufélaga hér á landi verður erfiður vegna tekjutaps og hafa önnur félög eins og KR, Valur, ÍA, Fjölnir, KA, Þór og Þróttur R. tilkynnt opinberlega um launaskerðingar á þessum erfiðu tímum.
Athugasemdir
banner
banner