Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 19. apríl 2020 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Gamla markið: Okocha hjálpaði Bolton að halda sér uppi
Mynd: Getty Images
Í fótboltalausa tímabilinu er um að gera að rifja upp gamalt og gott mark.

Í dag rifjum við upp glæsilegt mark sem Jay-Jay Okocha skoraði fyrir Bolton á þessum degi fyrir sautján árum.

Okocha var stjörnuleikmaður Bolton og hjálpaði félaginu að bjarga sér frá falli tímabilið 2002-03. Hann gerði eina mark leiksins í 1-0 sigri gegn West Ham og tryggði sínum mönnum mikilvæg stig.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá myndband af markinu, þar sem Okocha hljóp upp hálfan völlinn áður en hann þrumaði knettinum í netið. Það er gaman að fylgjast með varnarleik West Ham, sem sýnir hversu miklar breytingar hafa orðið á knattspyrnuheiminum síðustu áratugi.

Okocha lék með Guðna Begssyni hjá Bolton og tók við fyrirliðabandinu þegar íslenska goðsögnin lagði skóna á hilluna.

Ef þú átt hugmynd að góðu marki til að rifja upp sendu þá tölvupóst á [email protected]

Eldra efni í „gamla markið"

Athugasemdir
banner
banner
banner