Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 19. apríl 2020 22:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gefa Gylfa einkunn: Eins og tími hans sé renna út
Yfirstandandi tímabil er ekki það besta sem Gylfi hefur átt.
Yfirstandandi tímabil er ekki það besta sem Gylfi hefur átt.
Mynd: Getty Images
Gylfi hefur skorað eitt deildarmark á leiktíðinni. Það kom í október á síðasta ári.
Gylfi hefur skorað eitt deildarmark á leiktíðinni. Það kom í október á síðasta ári.
Mynd: Getty Images
Gylfi fagnar markinu gegn West Ham sem var hið glæsilegasta.
Gylfi fagnar markinu gegn West Ham sem var hið glæsilegasta.
Mynd: Getty Images
Fréttaritarar Liverpool Echo, þeir Phil Kirkbride, Sam Carroll og Theo Squires ákváðu að gefa Gylfa Þór Sigurðssyni, leikmanni Everton, einkunn fyrir tímabilið sem hann hefur átt til þessa.

Gylfi er dýrasti leikmaður í sögu Everton og hefur hann ekki átt sitt besta tímabil á ferlinum. Áður en hlé var gert á fótbolta víða vegna kórónuveirunnar var tölfræði Gylfa slök: 26 deildarleikir, eitt mark og tvær stoðsendingar.

Á síðasta tímabili tókst honum að skora 13 mörk og leggja upp sex, en á þessu tímabili hefur hann ekki náð að fylgja því eftir.

Gylfi fær ekki háar einkunnir frá þremenningunum.

Phil Kirkbride - 5
Hvort sem það er réttmætt eða ekki, þá hefur Gylfi Sigurðsson orðið að tákni fyrir fortíð sem stuðningsmenn Everton vilja komast í burtu frá. Stuðningsmenn vonast til þess að uppfærð stefna á leikmannamarkaðnum muni skapa yngra og kraftmeira lið. Gylfi er með mikla tæknilega hæfileika, en hann einkennir hægan fótbolta og tíma þegar félagið borgaði mikinn pening fyrir leikmenn sem hafa ekki alltaf skilað eftir því.

Sigurðsson hefur verið harðlega gagnrýndur á þessu tímabili og stundum er það ósanngjarnt, en oft á tíðum hann hefur hann verið slakur og andlaus. Hann er núna að spila í stöðu sem hentar honum ekki, djúpur á miðjunni. Hann hefur alltaf spilað þegar hann hefur getað og þjálfarateymið virðist treysta honum, jafnvel þótt svo að stuðningsmenn séu að missa trú á honum.

Sigurðsson var frábær á köflum á síðustu leiktíð og er góður leikmaður, en hann er ekki sami leikmaður og hann var einu sinni. Ancelotti notar hann núna aftar á vellinum og það er erfitt að sjá hversu mikið lengur ferill hans hjá Everton mun endast - sérstaklega ef leikmenn verða keyptir inn á miðsvæðið.

Sam Carroll - 5
Gylfi Sigurðsson bað ekki Everton um að borga félagsmet fyrir sig og hann bað heldur ekki um þau miklu umskipti sem áttu eftir að verða á liðinu eftir komu hans. En stundum langar þig bara í meira þegar erfitt er. Og það hefur verið erfitt. Það hefur verið erfitt fyrir Everton og leikmennina frá því Koeman var við stjórnvölinn. Sumir voru hér fyrir þann tíma.

Það voru borgaðar um 40 milljónir punda fyrir Gylfa og það hafa komið augnablik þegar þú leitar eftir töfrum frá honum, andartaks innblástur, sem hefur ekki skilað sér. Það er auðvitað hægara sagt en gert, en eftir því var vonast þegar hann var keyptur frá Swansea.

Ný staða og nýtt hlutverk í leikmannahópnum hefur takmarkað afköst hans á þessu tímabili en sumarið vekur upp nýjar spurningar.

Það er eins og tími hans sé að renna út.

Theo Squires - 4
Gylfi Sigurðsson hefur átt erfitt tímabil. Eitt úrvalsdeildarmark og tvær stoðsendingar í 26 leikjum er ekki það sem þú býst við frá 40 milljón punda leikstjórnanda. Fall hans hefur verið mikið frá því hann skoraði 13 mörk og var markahæstur á síðustu leiktíð.

Hann getur auðvitað enn framkvæmt augnabliks galdra inn á vellinum og mark hans gegn West Ham í október á síðasta ári er sönnun um það. Það er hans eini hápunktur á tímabilinu. Frammistaða hans spilaði auðvitað inn í að Marco Silva var rekinn á síðasta ári.

Núna spilar Carlo Ancelotti 4-4-2 og Sigurðsson hefur hvorki spilað vel á miðjunni né kantinum.

Það verður mikil áskorun fyrir hann að bjarga ferli sínum hjá Everton. Hann verður 31 árs seinna á tímabilinu og það er erfitt að sjá hvernig hann passar inn í lið Everton fyrir næsta tímabil.

Sjá einnig:
Hvað á Ancelotti að gera við Gylfa? - „Fíllinn í herberginu"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner