Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. apríl 2020 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Jaap Stam ráðleggur De Ligt að halda sig hjá Juve
Mynd: Getty Images
Jaap Stam, fyrrum varnarmaður Ajax, Manchester United og hollenska landsliðsins, hefur varað samlanda sinn Matthijs de Ligt við því að fara of snemma frá Juventus.

Stam telur gríðarlega mikilvægt fyrir þróun De Ligt að vera áfram hjá Juve þar sem hann getur lært af Giorgio Chiellini og Leonardo Bonucci.

„Hann var gagnrýndur í byrjun en er búinn að bæta leik sinn og hefur verið að standa sig vel á seinni hluta tímabils. Það er venjulegt fyrir svona ungan leikmann að eiga erfitt með aðlögun til að byrja með en þetta er allt að koma hjá honum. Hann er klár strákur bæði innan og utan vallar," sagði Stam í ítarlegu viðtali við TuttoJuve.

„Það er gríðarlega mikilvægt fyrir hann að fylgjast náið með Bonucci og Chiellini, þeir geta veitt honum ómetanlega leiðsögn. Þeir eru frábærir varnarmenn og fæddir sigurvegarar.

„Það hefur verið rætt um framtíð hans hjá Juve en að mínu mati væri hann að gera stór mistök með því að yfirgefa félagið of snemma."

Athugasemdir
banner
banner