Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 19. apríl 2020 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp sér um uppvaskið og lærir að gera bindishnút
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vinnur með leikmannahóp sínum heiman frá vegna kórónuveirufaraldursins. Ekkert er spilað í ensku úrvalsdeildinni vegna veirunnar, en Liverpool er á toppi deildarinnar með 25 stiga forskot.

Klopp hefur meiri frítíma en áður þar sem hann er ekki að undirbúa leiki. Hann er þess vegna búinn að taka upp nokkur áhugamál.

Í viðtali við heimasíðu Liverpool deildi Klopp því hvernig líf hans væri í útgöngubanninu á Bretlandi. Hann segist hafa horft á Taken þríleikinn en ekki þáttarröðina sem allir eru að tala um: Tiger King. Þá hefur hann horft á gamla leiki Liverpool og hvatt leikmenn Liverpool til að gera það sama.

Þá er Klopp kominn með nýtt starf á heimilinu, hann sér um uppvaskið. Markmið hans á næstunni er svo að læra að gera bindishnút.


Athugasemdir
banner
banner
banner