sun 19. apríl 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristján fór aðra leið og styður hann Wycombe Wanderers
Hinn sterki Adebayo Akinfenwa er á mála hjá Wycombe.
Hinn sterki Adebayo Akinfenwa er á mála hjá Wycombe.
Mynd: Getty Images
Adams Park, heimavöllur Wycombe
Adams Park, heimavöllur Wycombe
Mynd: Getty Images
Flestir Íslendingar halda með einu af stærstu félögum Englands; Manchester United eða Liverpool. Svo eru það fótboltaáhugamenn sem fara aðrar leiðir. Kristján Sturluson er einn þeirra. Hann heldur með Wycombe Wanderers, sem er í C-deild á Englandi.

Kristján skrifar um ást sín á Wycombe Wanderers á Chairboys Central sem vefsíða þar sem fjallað er um knattspyrnufélagið Wycombe.

Hann segist hafa byrjað að halda með Wycombe þar sem honum þótti nafnið frekar óvenjulegt.

„Ég leit yfir stöðuna í öllum deildum Englands og nafnið á félaginu greip áhuga minn; það var frekar óvenjulegt. Saga félagsins hjálpaði líka til í valinu, þeir komust upp úr utandeild í þriðju deild, beint upp í aðra deild og rétt misstu af umspili. Þetta félag var sérstakt. Ég sá líka liti félagsins í fótboltatímariti og kynntist leikmönnum í tölvuleiknum Championship Manager. Það var ekki snúið til baka eftir það. Ég varð Wycombe stuðningsmaður."

Kristján segist í fyrsta sinn hafa séð brot úr leik hjá Wycombe á Adams Park, heimavelli félagsins, árið 1999 þegar liðið tapaði 4-0 gegn lærisveinum Stoke. Svo árið 2001 sá hann sinn fyrsta heila leik hjá félaginu. Þá mætti Wycombe liði Liverpool í undanúrslitum þeirrar elstu og virtustu, FA-bikarsins.

„Undanúrslitaleikurinn í FA-bikarnum 2001 var sýndur í beinni á Íslandi. Það var fyrsti heili Wycombe leikurinn sem ég sá og það var mjög gaman að sjá Taylor, Cousins, Ryan og Brown spila, leikmenn sem ég hafði lesið svo mikið um."

„Um ári eftir bikarævintýrið þá fékk ég mína fyrstu Wycombe treyju," segir Kristján. „Prostar, sem sá um að framleiða búninginn fyrir Wycombe á þessu tíma, hafði líka byrjað að framleiða búning fyrir einhver félög á Íslandi. Ég hafði samband við þá sem voru að selja fyrir þá á Íslandi og spurði hvort þau gætu hjálpað mér að nálgast Wycombe treyju. Þau höfðu fengið eina treyju þegar þau heimsóttu skrifstofur Prostar í Bretlandi. Til að gera langa sögu stutta: þá fékk ég treyju."

Í byrjun janúar 2003 rættist draumur Kristjáns. „Ég heimsótti Adams Park og sá mitt heittelskaða Wycombe lið spila."

„Er ég beið eftir strætó til að komast á völlinn þá byrjaði ég að ræða við eldri mann sem fannst það virkilega athyglisvert að það væri einhver að koma frá Íslandi á leikinn. Hann sagði mér að hann hefði verið að fylgjast með frá því að hann var lítill drengur. Ég vildi að ég hefði tekið mynd af okkur saman. Ég man vel eftir leiknum: Nathan Tyson spilaði sinn fyrsta leik, Jermaine McSporran skoraði stórkostlegt mark og lánsmaðurinn Luke Moore gerði þrennu í 4-1 sigri á Grimsby."

Kristján hefur nokkrum sinnum síðan þá heimsótt Adams Park, síðast í febrúar á þessu ári, og eignast góða vini. Hann horfir á alla leiki hjá Wycombe sem er í áttunda sæti C-deildar sem stendur, með jafnmörg stig og Sunderland, en tvo leiki til góða á þá.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner