Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. apríl 2020 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mbappe á 35-40 milljónir evra?
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Getty Images
Mikil óvissa er í fótboltaheiminum og annars staðar vegna kórónuveirunnar.

Mörg knattspyrnufélög koma til með að lenda í fjárhagsvandræðum og Daniel Cohn-Bendit, franskur stjórnmálamaður, hélt því fram að verð á fótboltamönnum muni snarlækka. Hann tók sem dæmi að Kylian Mbappe, leikmaður Paris Saint-Germain, muni kosta 35-40 milljónir evra þegar veiran er yfirstaðin.

„Mbappe mun kosta 35-40 milljónir evra í mesta lagi, ekki 200 milljónir," sagði Cohn-Bendit við Ouest-France.

Gerard Lopez, forseti Lille, blandaði sér í umræðuna. Hann er ekki sammála þessu og segir hann: „Verðið á bestu leikmönnunum mun ekki lækka því ríkustu félög heims munu reyna að kaupa þessa leikmenn."

Lopez býst þó ekki við að það verði ekki mikið um risakaup á næsta leikmannamarkaði, þó að markaðurinn eigi það nú til að koma á óvart.
Athugasemdir
banner
banner