Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 19. apríl 2020 16:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mirabelli um Maldini: „Eins og að ráða lækni sem sleppti grunnskóla"
Mynd: Getty Images
Massimiliano Mirabelli, fyrrum yfirmaður íþróttamála hjá AC Milan, skilur ekki hvernig Paolo Maldini sé í stjórnunarstarfi hjá félaginu.

Mirabelli og Maldini hafa átt í orðastríði vegna stjórnunarmála félagsins eftir að Yonghon Li eignaðist félagið.

„Maldini var frábær leikmaður en hvað hefur hann gert til að verða stjórnandi? Að hafa hann sem stjórnanda er eins og að ráða lækni sem fór ekki í grunnskóla," sagði Mirabelli við Tuttomercatoweb.

Áður en kórónuveiran sprakk út töldu ítalskir fjölmiðlar að Maldini væri á leið úr starfi sínu hjá AC Milan. Maldini fékk svo veiruna ásamt syni sínum en hefur náð fullum bata.
Athugasemdir
banner
banner