sun 19. apríl 2020 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
PSG að bjóða Neymar bættan samning
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Arsenal
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Farið er um víðan völl í slúðurpakka dagsins þar sem menn á borð við Jadon Sancho, Neymar, Kylian Mbappe og Philippe Coutinho koma fyrir.


Dortmund ætlar að bjóða Jadon Sancho, 20, 4 milljón evra launahækkun á ári ef hann hafnar tilboðum frá ensku úrvalsdeildinni. (Bild)

Newcastle vill krækja í Arturo VIdal, 32 ára miðjumann Barcelona, í sumar. Vidal er tilbúinn til að skipta yfir ef Max Allegri verður ráðinn við stjórnvölinn hjá Newcastle. (Mundo Deportivo)

PSG ætlar að bjóða Neymar, 28, 700 þúsund evrur í vikulaun ef hann hafnar Barcelona. (Daily Star)

Sandro Rosell, fyrrum forseti Barca, segir að Lionel Messi, 32, vilji ólmur fá Neymar til félagsins svo þeir geti unnið allt saman áður en það verður of seint. (Mundo Deportivo)

Pablo Mari, 26, vonar að Arsenal festi kaup á sér í sumar. Hann kom að láni frá Flamengo í janúar og virðist vera búinn að hrífa Mikel Arteta stjóra, sem þekkti hann frá tímum þeirra saman hjá Man CIty. (Sky Sports)

Fernandinho, 34 ára miðjumaður Man City, útilokar ekki að skipta yfir í bandaríksu MLS deildina. (Manchester Evening News)

Kylian Mbappe, 21 árs framherji PSG, mun aðeins vera metinn á 35-40 milljónir evra þegar kórónuveiran verður liðin hjá. (AS)

Arsenal og Everton hafa áhuga á franska sóknarmanninum Odsonne Edouard, 22. Hann hefur verið að raða inn mörkunum fyrir Celtic frá komu sinni til félagsins í ágúst 2017. (Le10 Sport)

Arsenal hefur sett sig í samband við Reims í tilraun til að festa kaup á franska miðverðinum Axel Disasi, 22. (Goal)

Liverpool er að sýna miðjumanninum Marcelo Brozovic, 27, áhuga. Brozovic leikur fyrir Inter og króatíska landsliðið. (Libero)

Liverpool hefur einnig áhuga á Timo Werner, 24, en hefur ekki sett sig í samband við RB Leipzig til að hefja viðræður. (General Anzeiger)

Barcelona skuldar Liverpool ennþá 35 milljónir punda fyrir félagaskipti Philippe Coutinho, 27. (Express)

Barcelona vill selja Coutinho í sumar en hann hefur verið að gera góða hluti að láni hjá FC Bayern. (Goal)

Liverpool ætlar að lækka verðmiðann á Xherdan Shaqiri, 28, útaf kórónuveirunni. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner