sun 19. apríl 2020 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Roa átti að leysa Schmeichel af hólmi - Hætti út af trúarbrögðum
Carlos Roa.
Carlos Roa.
Mynd: Getty Images
Carlos Roa, fyrrum landsliðsmarkvörður Argentínu, sér eftir því, af íþróttalegum ástæðum, að hafa lagt hanskana og fótboltaskóna á hilluna um stutta stund árið 1999. Hann hætti vegna trúarbragða sinna; hann hélt að það væri að koma heimsendir.

Það kom hins vegar enginn heimsendir og innan við ári síðar var Roa kominn aftur í mark Mallorca á Spáni.

Ákvörðun hans að hætta reyndist dýrkeypt því Manchester United hafði sýnt áhuga á því að fá hann í stað Peter Schmeichel sem yfirgaf United árið 1999.

„Ég tel enn í dag að þetta hafi andlega fyrir mig verið mjög góð ákvörðun. Hvað varðar íþróttir þá var þetta hins vegar ekki góð ákvörðun," sagði Roa við The Mirror. „Ég hefði getað náð miklum árangri og spilað á Englandi."

Roa tókst aldrei að spila fyrir Manchester United, en Sir Alex Ferguson lenti í miklum vandræðum með að finna arftaka Schmeichel. Það var ekki fyrr en árið 2005 að hann fann loksins rétta manninn, Edwin van der Sar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner