Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 19. apríl 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sarri horfir á gamla leiki: Sacchi var tuttugu árum á undan
Arrigo Sacchi, fæddur 1946, hefur einnig stýrt ítalska landsliðinu, Parma og Atletico Madrid.
Arrigo Sacchi, fæddur 1946, hefur einnig stýrt ítalska landsliðinu, Parma og Atletico Madrid.
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri, þjálfari Juventus, lætur sér ekki leiðast meðan kórónuveiran ríður yfir.

Hann fór í skemmtilegt viðtal ásamt einum af sínum uppáhalds rithöfundum, Sandro Veronesi, á YouTube rás Juventus.

Þar var Sarri meðal annars spurður hvað hann hefur verið að bralla síðustu vikur, en leikmannahópur Juventus var sendur í einangrun snemma eftir að Daniele Rugani var sá fyrsti til að greinast með kórónuveiruna í ítalska boltanum.

„Ég er búinn að vera að horfa mikið á gamla fótboltaleiki til að reyna að móta fótboltaheilann minn. Ég býst við að það verði byrjað að spila aftur í sumar og þá munu taka við fjórtán mánuðir af stanslausum fótbolta ef mér skjátlast ekki," sagði Sarri.

„Núna er því fullkominn tími til að slaka á og njóta þess að vera í fríi. Þegar ég horfi á gömlu leikina þá er eitt sem ég hef tekið eftir framar öllu öðru. AC Milan liðið hans (Arrigo) Sacchi var tuttugu árum á undan öllum öðrum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner