Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 19. apríl 2020 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stórglæsilegt mark Grétars Rafns rifjað upp af ensku úrvalsdeildinni
Grétar fagnar marki með Bolton.
Grétar fagnar marki með Bolton.
Mynd: Getty Images
Á þessum tíma, þegar lítill sem enginn fótbolti er í gangi, þá er fátt skemmtilegra en að rifja upp gamla leiki og gömul mörk.

Enska úrvalsdeildin á Twitter rifjaði í gær upp mark sem Grétar Rafn Steinsson skoraði með Bolton gegn Stoke City árið 2008. Markið er einstaklega glæsilegt.

„Möguleiki á að markvörðurinn verji þetta: 0. Óstöðvandi," er skrifað fyrir ofan markið.

Grétar lék sem hægri bakvörður á ferli sínum. Hann fyrir Bolton frá 2008 til 2012, en hann lék einnig fyrir Young Boys í Sviss, AZ í Hollandi og Kayserispor á Tyrklandi á atvinnumannaferli sínum. Hér heima lék hann fyrir KS, ÍA og auðvitað íslenska landsliðið.

Í dag er Grétar yfirnjósnari Everton í Evrópu, en hér að neðan má sjá glæsilegt mark hans.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner