Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 19. apríl 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
„Trincao verður besti leikmaður áratugarins"
Trincao er kominn með sex mörk og fjórar stoðsendingar í sautján deildarleikjum.
Trincao er kominn með sex mörk og fjórar stoðsendingar í sautján deildarleikjum.
Mynd: Getty Images
Barcelona krækti í Francisco Trincao frá portúgalska félaginu Braga í lok janúar. Spánarmeistararnir þurfa þó að bíða með að nota hann þar til á næstu leiktíð, þar sem skiptin ganga ekki formlega í gegn fyrr en 1. júlí. Sú dagsetning gæti breyst vegna kórónuveirunnar.

Trincao er tvítugur kantmaður og borgaði Barcelona 31 milljón evra fyrir hann. Riftunarákvæðið í samningi Trincao hljóðar upp á 500 milljónir evra.

„Það er mjög erfitt að halda leikmönnum hjá félaginu og við vitum nú þegar að við erum búnir að missa okkar besta mann til Barcelona. Trincao á eftir að vera besti leikmaður heims næsta áratuginn," sagði Antonio Salvador, forseti Braga.

„Við munum gera allt í okkar valdi til að selja ekki fleiri lykilmenn í sumar."

Trincao er lykilmaður í yngri landsliðum Portúgals og var markahæstur á EM U19 ára landsliða sem var haldið í Finnlandi 2018.
Athugasemdir
banner
banner
banner