Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 19. apríl 2020 20:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wuhan Zall sneri aftur heim eftir 104 daga í burtu
Stuðningsmenn tóku á móti liðinu.
Stuðningsmenn tóku á móti liðinu.
Mynd: Getty Images
Lið Wuhan Zall eru loksins komið til sinnar heimaborgar í Kína eftir 104 daga í burtu.

Kórónuveiran á rætur sínar að rekja til Wuhan, en fótboltaliðið fór til Spánar í æfingaferð þegar borginni var lokað vegna kórónuveirufaraldursins.

Liðið yfirgaf svo Spán í síðasta mánuði þar sem staðan þar í landi varð mjög slæm, en Wuhan var enn lokuð og hefur liðið verið í sóttkví annars staðar í landinu. Í gær var svo dagurinn þar sem liðið fékk að fara aftur til Wuhan.

Hundruðir stuðningsmanna tóku á móti liðinu á lestarstöðinni í Wuhan. Gleðistund fyrir leikmenn og aðra meðlimi liðsins sem hafa ekki séð fjölskyldumeðlimi í rúma þrjá mánuði.

Kínverska ofurdeildin átti að hefjast í febrúar, en er ekki enn hafin. Talað er um að hún muni mögulega hefjast í júní.
Athugasemdir
banner
banner