Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 19. apríl 2021 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hamsik um Kolbein: Þetta var smá hefnd
Mynd: Gautaborg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Slóvakíska stjarnan Marek Hamsik kom inn af bekknum í 2-0 sigri Gautaborgar gegn AIK í sænska boltanum í dag.

Kolbeinn Sigþórsson var hetjan og skoraði bæði mörk leiksins fyrir Gautaborg í fyrri hálfleik. Hamsik var ánægður fyrir hans hönd.

„Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd. Ég veit að hann hefur átt í erfiðleikum undanfarin ár og hvað það var mikilvægt fyrir hann að skora þessi mörk gegn sínu gamla félagi. Þetta var smá hefnd fyrir hann," sagði Hamsik að leikslokum.

Hamsik, 33 ára, hefur spilað í Kína að undanförnu en þar áður gerði hann garðinn frægan með Napoli á Ítalíu. Hamsik vonast til að byrja næsta leik.

„Það sem er mikilvægast er að ég get æft af fullum krafti. Ég er kannski tilbúinn til að byrja næsta leik. Ég var hissa að hafa verið í hópnum í dag og er ánægður að hafa fengið að spreyta mig.

„Sænski boltinn er mjög líkamlegur, maður þarf að hlaupa mikið. Gæðin hérna eru góð og ég þarf að aðlagast því þetta er allt nýtt fyrir mér. Ég er ekki hissa á gæðunum, ég er bara einbeittur að því að koma aftur úr meiðslum og gera góða hluti. Ég þarf nokkra leiki til að komast í gang."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner