sun 19. maí 2019 15:24
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Berserkir höfðu betur gegn Ísfirðingum
Stefán Ragnar bar fyrirliðaband Berserkja í dag.
Stefán Ragnar bar fyrirliðaband Berserkja í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Berserkir 3 - 1 Hörður Í.
0-1 Helgi Hrannar Guðmundsson ('29)
1-1 Sölvi Þrándarson ('35)
2-1 Jón Steinar Ágústsson ('45)
3-1 Gunnar Jökull Johns ('85)
Rautt spjald: Helgi Hrannar Guðmundsson, Hörður Í. ('86)

Berserkir fengu Hörð í heimsókn í Fossvoginn alla leið frá Ísafirði og komust gestirnir yfir með marki frá Helga Hrannari Guðmundssyni á 29. mínútu.

Sölvi Þrándarson jafnaði fyrir Berserki og kom Jón Steinar Ágústsson heimamönnum yfir skömmu fyrir leikhlé.

Hart var barist í síðari hálfleik en á endanum voru það heimamenn sem komu fjórða markinu inn í leikinn. Gunnar Jökull Johns innsiglaði sigur Berserkja á 85. mínútu.

Helgi Hrannar fékk að líta beint rautt spjald skömmu eftir sigurmarkið.

Bæði lið eru með þrjú stig eftir tvær umferðir í C-riðli 4. deildar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner