Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 19. maí 2019 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Böðvar missti af Evrópusæti - Ragnar lék í sigri á meisturunum
Böðvar hefur unnið sér inn sæti í byrjunarliði Jagiellonia.
Böðvar hefur unnið sér inn sæti í byrjunarliði Jagiellonia.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Böðvar Böðvarsson og félagar í Jagiellonia Bialystok náðu ekki að landa Evrópusæti í lokaumferð pólsku úrvalsdeildarinnar.

Liðið tapaði gegn Lechia Gdansk 2-0 í pólsku úrvalsdeildinni í dag og endar liðið í fimmta sæti deildarinnar. Liðið endar með jafnmörg stig og Cracovia, en endar í fimmta sæti á innbyrðis viðureignum.

Böðvar hefur unnið sér sæti í byrjunarliði Jagiellonia á þessu tímabili. Böðvar eða Böddi löpp eins og hann ætíð kallaður spilaði allan leikinn í dag og uppskar gult spjald.

Tímabil sem hann er væntanlega nokkuð sáttur með persónulega.

Rostov vann besta lið deildarinnar
Í Rússlandi vann Íslendingalið Rostov góðan 1-0 sigur á efsta liðinu og meisturunum í Zenit á heimavelli sínum.

Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í vörninin hjá Rostov eins og hann gerir vanalega. Björn Bergmann Sigurðarson var allan tímann á bekknum í dag.

Þetta var leikur í næst-síðustu umferð rússnesku úrvalsdeildarinnar. Rostov er í sjöunda sæti og getur ekki farið ofar, en liðið getur farið niður í níunda sæti í lokaumferðinni.
Athugasemdir
banner
banner