Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. maí 2020 15:52
Elvar Geir Magnússon
Áfrýjun Man City tekin fyrir 8. júní
Mynd: Getty Images
Áfrýjun Manchester City gegn tveggja ára banni UEFA verður tekin fyrir þann 8. júní af alþjóða íþróttadómstólnum, CAS.

UEFA dæmdi City í tveggja ára bann frá þátttöku í Evrópukeppnum í febrúar en sagt er að félagið hafi brotið alvarlega á fjármálareglum. Félagið er sakað um fjármálabrot og skjalafals.

City hefur neitað ásökunum og segir einfaldlega að þær séu ekki sannar.

CAS segir að einhverjir vitnisburðir muni líklega fara fram í gegnum myndbandsfundi vegna ferðatakmarkana í kjölfar heimsfaraldursins.

UEFA hóf rannsókn eftir að þýska dagblaðið Der Spiegel fullyrti að Manchester City væri að hylma yfir fjármálabrot.
Athugasemdir
banner
banner
banner