Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. maí 2020 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alex Song: Var drullusama um spiltímann - varð milljónamæringur
Mynd: Getty Images
Alex Song viðurkennir að hann hafi yfirgaf herbúðir Arsenal og gekk í raðir Barcelona árið 2012 vegna peninganna, honum var alveg sama um leiktíma.

Song, sem lék yfir 200 leiki fyrir Arsenal, var eitt tímabil á Nývangi og lék 20 leiki og vann spænsku La Liga. Það er eini stóri titillinn sem hann lyfti á ferlinum.

Átta árum seinna er Song mjög hreinskilinn með það hvers vegna hann hélt til Barcelona. Hann vissi að bankareikningurinn yrði talsvert þykkri.

„Á meðan ég var hjá Arsenal gat ég ekki einu sinni sparað mér 100 þúsund pund á meðan fólk hélt ég væri milljónamæring," sagði Song við Pascal Siakam, leikmann Toronto Raptors, á Instagram í gær.

„Þegar Barcelona bauð mér samning og ég sá hversu mikið ég fengi geritt þá hugsaði ég mig ekki tvisvar um. Mér fannst eiginkona mína og börn eiga skilið að lifa þægilegu lífi eftir að ferli mínum væri lokið."

„Ég hitti yfirmann íþróttamála hjá Barca og hann sagði að ég fengi takmarkaðan spiltíma. En mér var drullusama - ég vissi að ég yrði milljónamæringur."

„Ég hef alltaf sagt að tvítugur einstaklingur sem ekur um á Ferrari sé fátækur. Á þeim aldri hefur þú ekki afrekað neitt. En fimmtugur maður sem ekur um á Bentley er maður sem á skilið virðingu,"
sagði Song.
Athugasemdir
banner
banner
banner