Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 19. maí 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Bellamy opnar sig um baráttu við þunglyndi
Mynd: Getty Images
Craig Bellamy, fyrrum framherji Liverpool og Newcastle, hefur opnað sig um baráttu sína við þunglyndi. Í þessari viku er sérstök vika í Englandi tileinkuð andlegum vandamálum.

Hinn fertugi Bellamy lagði skóna á hilluna árið 2014 en hann var mikið meiddur á ferli sínum.

„Síðustu þrjú eða fjögur ár hefur komið í ljós að ég er að glíma við þunglyndi. Ég hef tekið inn lyf í þrjú ár en þetta er í fyrsta skipti sem ég tala um þetta," sagði Bellamy í viðtali við Sky.

„Ég hef átt fáránlega há og lágpunkta. Meiðslin hjálpuðu ekki. Það var svo erfitt að komast yfir þau. Ég var eyðilagður. Ég bjóst ekki við að fótboltaferillinn yrði svona. Ég vildi ekki taka sprett því það var svo sárt."

„Á ferli mínum var þunglyndið ennþá verra, ég kom heim og talaði ekki í þrjá daga. Ég átti eiginkonu og unga fjölskyldu en ég talaði varla við þau. Ég lokaði mig inni í herbergi og fór síðan einn að sofa. Það var eina leiðin til að eiga við þunglyndið."

„Fotboltaferillinn er einungis í stuttan tíma og þess vegna sérðu marga fótboltamenn, fleiri frá okkar kynslóð, eiga í vandræðum með þetta."

Athugasemdir
banner
banner