Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 19. maí 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Bruce orðinn þreyttur á matreiðsluþáttum og spurningakeppnum
Vill fá boltann aftur.
Vill fá boltann aftur.
Mynd: Getty Images
Steve Bruce, stjóri Newcastle, er ánægður með að lið séu byrjuð að æfa á ný í ensku úrvalsdeildinni.

Rúmir tveir mánuðir eru síðan síðustu leikir fóru fram í deildinni en stefnt er á að byrja aftur að spila eftir mánuð.

Bruce fagnar því að það styttist í að boltinn byrji að rúlla aftur en hann er búinn að fá nóg af öðrum sjónvarpsþáttum í kórónaveiru pásunni.

„Hversu gott væri að sjá nokkra leiki í ensku úrvalsdeildinni frekar en matreiðsluþætti? sagði Bruce.

„Með fullri virðingu fyrir matreiðsluþáttum og spurningakepnum þá held ég að við séum öll orðin þreytt á að horfa á MasterChef og spurningaþætti."
Athugasemdir
banner
banner