Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 19. maí 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gnabry: Sat í stúkunni í sex mánuði og fékk aldrei útskýringu
Serge Gnabry er í dag lykilmaður hjá Bayern.
Serge Gnabry er í dag lykilmaður hjá Bayern.
Mynd: Getty Images
Tony Pulis.
Tony Pulis.
Mynd: Getty Images
Serge Gnabry er í dag lykilmaður hjá þýska stórveldinu Bayern München, en fyrir nokkrum árum komst hann ekki í lið West Brom.

Tímabilið 2015/16 var Gnabry lánaður frá Arsenal til West Brom, en hann kom þá aðeins við sögu í einum leik í ensku úrvalsdeildinni. „Serge kom hingað til að spila leiki, en hann hefur fyrir mér ekki verið nógu góður til að spila leikina," sagði Tony Pulis, þáverandi stjóri West Brom, um Gnabry.

Pulis sagði Gnabry ekki nægilega góðan fyrir ensku úrvalsdeildina, en í dag er hann einn að spila stórt hlutverk í einu sterkasta félagsliði heims.

Gnabry skrifar grein í The Players Tribune í dag þar sem hann fer meðal annars yfir tímann hjá West Brom.

„Þegar ég kom þangað (til West Brom) þá var ég mjög jákvæður varðandi allt. Ég valdi West Brom fram yfir önnur félög því þjálfarinn virtist vilja mig svo mikið. Ég var augljóslega ekki 100 prósent heill því ég var að koma til baka eftir erfið meiðsli. Ég er líka ákveðin gerð af sóknarleikmanni og West Brom hentaði ekki mínum stíl. En til hvers ertu þá að fá mig?" skrifar Gnabry.

„Ég fékk mínútur gegn Chelsea og svo komst ég ekki í hópinn eftir það. Ég sat í stúkunni í sex mánuði, efaðist um sjálfan mig og fékk aldrei útskýringu á því hvers vegna staðan var svona."

„Ég var ekki fullkominn leikmaður. Ég var 19 ára og gerði örugglega mistök á æfingum, en ég gaf allt mitt í verkefnið. Ég tala í alvöru þegar ég segi það. Ég get litið á sjálfan mig í spegli í dag og sagt það. Svo las ég að ég væri latur, að ég væri ekki í standi, að ég væri ekki nægilega góður. Það fór í taugarnar á mér. Að vera kallaður latur eftir allt sem faðir kenndi mér þegar ég var krakki, það breytti mér. Það opnaði fyrir nýjar tilfinningar sem ég vissi ekki að væru til hjá mér. Reiði, 100 prósent reiði."

Pulis, sem er í dag án starfs í fótboltanum, er greinilega ekki á jólakortalista Gnabry. Það sama má segja um Eið Smára Guðjohnsen.

Sjá einnig:
Tony Pulis um Gnabry: Ég er ótrúlega undrandi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner