banner
   þri 19. maí 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Hazard nær að klára tímabilið - Vill sanna sig
Mynd: Getty Images
Eden Hazard er klár í slaginn á nýjan leik eftir ökklameiðsli sem hafa haldið honum frá keppni undanfarna tvo mánuði.

Reiknað var með að Belginn yrði frá út tímabilið en eftir frestun á deildinni vegna kórónaveirunnar er ljóst að Hazard nær lokasprettinum.

Hinn 29 ára gamli Hazard kom til Real Madrid frá Chelsea síðastliðið sumar en hann var mikið meiddur í vetur og náði sér ekki á strik. Nú vonast hann til að komast í gír fyrir lokasprettinn á Spáni en stefnt er á að hefja leik þar að nýju um miðjan júní.

„Það er mjög gott að vera kominn aftur út á völl með liðsfélögum mínum. Núna þurfum við að bíða eftir næsta leik en ég er mjög ánægður," sagði Hazard.

„Eftir tvo mánuði frá þá þarf ég að æfa meira og vera meira með boltann. Ég vil bara vera klár í næsta leik."
Athugasemdir
banner
banner