Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. maí 2020 18:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hudson-Odoi á æfingu í dag eftir að hafa verið sleppt úr haldi
Callum Hudson-Odoi.
Callum Hudson-Odoi.
Mynd: Getty Images
Frá og með deginum í dag mega ensk úrvalsdeildarfélög æfa í litlum hópum, það er að segja þeir leikmenn og starfsmenn sem hafa skilað neikvæðu kórónuveirusýni.

Sjá einnig:
Sex úr ensku úrvalsdeildinni voru greindir með veiruna

Leikmenn Chelsea, sem er í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar, eru byrjaðir að æfa og þar á meðal er kantmaðurinn Callum Hudson-Odoi.

Hudson-Odoi er mættur til æfinga þrátt fyrir að hafa verið handtekinn aðfaranótt sunnudags grunaður um nauðgun. Hann braut reglur um útgöngubann með því að vera með kvenmanni sem síðan hringdi á lögregluna, klukkan 3:53 um nóttina.

Hvorki Chelsea né Hudson-Odoi hafa tjáð sig um málið að svo stöddu.

Hudson-Odoi er 19 ára og hafði spilað 17 leiki fyrir Chelsea á tímabilinu þegar keppni var frestað vegna kórónaveirufaraldursins. Hann greindist sjálfur með veiruna í byrjun mars en var búinn að ná sér síðar í þeim mánuði.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner