banner
   þri 19. maí 2020 12:55
Fótbolti.net
Hvar mun Guðmundur Steinn spila í sumar?
Guðmundur Steinn Hafsteinsson.
Guðmundur Steinn Hafsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óvíst er hvar sóknarmaðurinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson mun spila í sumar. Hann ku vera á heimleið frá Þýskalandi og hafa KA-menn sýnt honum áhuga en hann er ekki á leið norður.

„Hann ætlaði að nýta fæðingarorlofið og spila líka í Þýskalandi. Það fór kannski ekki eins og hann ætlaði sér. Hann var varla lentur í Þýskalandi þegar kórónaveirufaraldurinn skall á. Hann hlýtur að vera eftirsóttur núna enda ekki margir leikmenn á lausu fyrir Pepsi Max-deildarliðin," segir Magnús Már Einarsson í hlaðvarpsþættinum Niðurtalningin.

„Ég heyrði að hann væri búinn að fá vinnu á Reykjavíkursvæðinu og að hann fari ekki til KA-manna. Fjölnismenn hljóta að reyna við hann því þeim vantar nauðsynlega sóknarmann," segir Elvar Geir Magnússon í þættinum og Magnús Már taldi upp önnur lið sem gætu reynt við leikmanninn.

„HK missti Emil Atlason og ég held að þeir vilji bæta við sóknarmanni. Svo má ekki gleyma því að Valur, hans gamla félag, vill bæta við sóknarmanni í hópinn hjá sér. Guðmundur Steinn er uppalinn í Val og það eru örugglega nokkrir möguleikar fyrir hann," segir Magnús.

Guðmundur Steinn sem er þrítugur yfirgaf herbúðir Stjörnunnar eftir síðasta tímabil.*

Hlustaðu á Niðurtalninguna í spilaranum hér að neðan:
Niðurtalningin - Gústi og Gróttusumarið
Athugasemdir
banner
banner
banner