Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. maí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Joao Felix: Litli bróðir minn betri en ég var á hans aldri
Mynd: Getty Images
Joao Felix hefur miklar mætur á hæfileikum yngri bróðurs sins Hugo Felix sem er sextán ára gamall og leikur fyrir unglingalið Benfica.

Joao telur bróður sinn geta orðið að næstu stjörnu portúgalska boltans og segir hann vera með betri tækni en hann var sjálfur með á sama aldri.

„Ef hann heldur áfram að leggja metnað og einbeitingu í fótboltann og ef hann heldur áfram að hlusta á fólkið í kringum sig þá mun hann ná árangri. Hann getur gert hluti með boltann sem ég gat ekki á hans aldri," sagði Joao og rifjaði svo upp þegar hann fagnaði marki með bróður sínum sem var boltasækir á heimaleik Benfica.

„Þetta var fyrsti leikurinn hans sem boltasækir og það var skemmtileg tilviljun að hann hafi verið á bak við markið sem ég skoraði í. Auðvitað fagnaði ég með honum.

„Við erum mjög svipaðir leikmenn. Við erum markaskorarar og leitumst eftir því að skora mörk. Hann er betri en ég í aukaspyrnum en ég er betri í vítaspyrnum. Við spilum báðir einfaldan fótbolta en reynum að krydda uppá leikstílinn með ýmsum uppátækjum til að æsa áhorfendur."


Joao gerði garðinn frægan með Benfica og borgaði Atletico Madrid 126 milljónir evra fyrir framherjann. Joao er tvítugur og hefur gert 6 mörk í 28 leikjum hjá Atletico.
Athugasemdir
banner
banner
banner