Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 19. maí 2020 22:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kári: Held að þeir hafi valið mig með Ragga því Sölvi var ekki 'on'
Icelandair
Kári og Raggi.
Kári og Raggi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári á að baki 83 A-landsleiki fyrir Ísland.
Kári á að baki 83 A-landsleiki fyrir Ísland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson eru besta miðvarðarpar sem Ísland hefur átt. Síðustu ár hafa verið mögnuð fyrir íslenska landsliðið sem hefur komist inn á tvö stórmót og hafa miðverðirnir tveir verið í lykilhlutverki.

Þeir hafa verið í lykilhlutverki alveg frá því að Lars Lagerback tók við með Heimi Hallgrímssyni og þessi magnaði tími hófst.

Í fyrsta alvöru leik Lars Lagerback og Heimis Hallgrímssonar árið 2013 var Kári mættur við hlið Ragnars. Leikurinn var við Noreg á Laugardalsvelli. Eftirminnilegur leikur sem vann 2-0 og skoraði Kári fyrra markið í þeim leik eftir langt innkast.

Kári er 37 ára og Ragnar 33 ára, en samt eru þeir enn að spila saman í hjarta varnarinnar hjá íslenska landsliðinu.

Kári var í viðtali í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið þar sem hann talaði aðeins um samvinnu sína og Ragnars. Auðvitað er Raggi í draumaliðinu hans Kára. „Ég get ekki sleppt Ragga úr þessu."

„Við þekktumst voða lítið ég og Raggi áður en Lars tók við því ég hafði verið í útlegð þarna í einhver fimm ár og hann var ekki að nenna þessu þá og var í hægri bakverði og allt mögulegt," sagði Kári við Jóhann Skúla Jónsson, þáttastjórnanda Draumaliðsins.

„Við náðum einum leik saman þar sem hann var í hægri bakverði og ég í hafsent með Sölva (Geir Ottesen). Það var leikur á móti Kýpur að mig minnir. Þá var ég búinn að standa mig vel fyrir Plymouth og þetta var málamiðlun. Það var búið að skrifa um það að ég ætti kannski að fá tækifæri í miðverði. Ég var tekinn inn, leikurinn var ekki sýndur neins staðar og það vissi enginn hvað var í gangi, en við héldum núllinu. Ég held að Raggi hafi hætt fljótlega eftir þetta. Hann er enginn hægri bakvörður, en hann getur leyst það. Ég held að það hafi böggað hann að ég hafi verið tekinn og fengið að spila í hafsenti og hann hafi þurft að spila í hægri bakverði."

„Við kynnumst í gegnum Sölva þegar við erum kallaðir aftur inn undir stjórn Lars. Ég held að það hafi alltaf staðið til að spila Ragga og Sölva saman, þeir voru náttúrulega saman í FC Kaupmannahöfn. Ég held að þetta hafi verið mjög erfið ákvörðun fyrir Lars og Heimi á þessum tíma."

Kári segir að Sölvi hafi ekki átt góða viku fyrir Noregsleikinn. „Sölvi var ekki að eiga sína bestu daga í landsliðsvikunni fyrir Noregsleikinn. Þeir voru að spá í að spila þriggja hafsenta kerfi sem hefði verið gaman að prófa, en svo ákveða þeir að fara öruggu leiðina og spila fjögurra manna vörn. Ég held að þeir hafi bara valið mig því Sölvi var ekki 'on' þessa vikuna."

Hlusta má á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir
banner
banner
banner