Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 19. maí 2020 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lindelöf vildi fara í Championship-deildina
Harry Maguire og Victor Lindelöf, miðverðir Manchester United.
Harry Maguire og Victor Lindelöf, miðverðir Manchester United.
Mynd: Getty Images
Miðvörðurinn sænski Victor Lindelöf hugsaði alvarlega um að semja við félag í Championship-deildinni nokkru áður en hann fékk samning hjá Manchester United.

Hinn 25 ára gamli Lindelöf fór til Manchester United sumarið 2017, en hann hefði getað farið til Englands áður en það gerðist. Félag í Championship-deildinni, næst efstu deildinni á Englandi, hafði nefnilega áhuga á Lindelöf á meðan hann var enn að fóta sig hjá Benfica í Portúgal. Ekki er sagt um hvaða félag er að ræða.

Rui Vitoria, sem þjálfaði Lindelöf hjá Benfica, þurfti að sannfæra Svíann að vera áfram.

„Victor kom inn á skrifstofu og sagði við okkur að hann vildi fara því að félag í næst efstu deild á Englandi gerði honum tilboð. Hann vildi fara svo hann gæti spilað meira," sagði Vitoria við BTV.

„Ég sagði við hann að dyrnar væru að fara að opnast fyrir hann, að hann væri að fara að fá tækifæri. Hann féllst á það að vera áfram. Það voru meiðsli í liðinu og hann kom inn. Í dag er hann á Englandi hjá einu stærsta félagi í heimi því hann beið eftir tækifærinu."

Lindelöf er í dag fastamaður í hjarta varnar Manchester United ásamt Harry Maguire.
Athugasemdir
banner
banner
banner