Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. maí 2020 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hreint og beint svindl" ef lið eru að brjóta sjö manna regluna
Mynd: KSÍ
Valtýr Björn Valtýsson, þáttarstjórnandi Mín Skoðun hlaðvarpsþáttarins, spurði viðmælanda sinn, Óla Stefán Flóventsson, að því hvort hann hefði heyrt af því að félög hefðu brotið á sjö manna reglunni og æft í stærri hópum.

Óli, sem er þjálfari KA í Pepsi Max-deildinni, segist hafa heyrt af því: „Ég hef heyrt af því en hef enga staðfestingu fyrir því. Ég er kannski það einfaldur að ég trúi ekki að menn fari af stað í tvennum skilningi. Almannaheill er í húfi og liðin standa á jöfnum grunni og ef einhverjir eru að brjóta á þessu eru þeir hreinlega að þjófstarta."

„Þau koma sér þar með betur af stað en önnur lið. Þar af leiðandi, í einfeldni minni, kalla ég þetta bara hreint og beint svindl."

„Menn verða eiga það við sjálfan sig og sína samvisku. Ég trúi ekki að þetta sé málið en ég hef heyrt af þessu,"
sagði Óli.

Í hlaðvarpsþættinum ræðir Valtýr við Óla Stefán og Palla Gísla, þjálfara Þór, um stöðu mála fyrir norðan.

Fréttir upp úr þættinum í gær:
Palli Gísla: Helgi Sig er óvitlaus maður
Óli Stefán: Engin dagsetning komin með Hauk Heiðar
KA hefur misst lykilleikmenn - „Ekki alltaf lausnin að hlaupa til og kaupa"
Óli Stefán vill hafa úrslitakeppni eftir hefðbundna deildarkeppni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner