Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 19. júní 2018 09:00
Magnús Már Einarsson
Hækka bónusgreiðslur Nígeríu fyrir leikinn við Ísland
Icelandair
Mynd: Getty Images
Yfirvöld í Nígeríu hafa ákveðið að hækka bónusgreiðslur til leikmanna fyrir sigur gegn Íslandi.

Leikmenn áttu að fá 10 þúsund dollara (1,1 milljón króna) á mann fyrir hvern sigurleik á HM ákveðið hefur verið að hækka þær greiðslur upp í 15 þúsund dollara (1,65 milljónir króna) eftir tapið gegn Króatiu í fyrsta leik.

„Það er óheppilegt að við unnum ekki því það hefði hjálpað andanum hjá okkur fyrir riðlakeppnina. Við missum hins vegar ekki trúna," sagði Solomon Dalung, yfirmaður íþróttamála í Nígeríu.

„Ef við vinnum næstu leiki okkar gegn Íslandi og Argentínu þá getum við komist áfram úr riðlinum."

„Ég bið Nígeríumenn um að styðja við bakið á liðinu og biðja fyrir því fyrir næsta leik gegn Íslandi. Ég hef fulla trú á því að Ofur Ernirnir komi til með að enda riðilinn vel þrátt fyrir að byrjunin hafi valdið vonbrigðum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner