þri 19. júní 2018 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM í dag - Fyrstu umferð lýkur og önnur umferð hefst
Búist er við því að Salah snúi aftur í kvöld.
Búist er við því að Salah snúi aftur í kvöld.
Mynd: Getty Images
Kólumbíumenn mæta til leiks.
Kólumbíumenn mæta til leiks.
Mynd: Getty Images
Fyrstu umferð riðlakeppninnar á HM í Rússlandi lýkur í dag og hefst önnur umferðin í kvöld.

James Rodriguez, Falcao og félagar í Kólumbía mæta Japan í hádeginu og klukkan 15:00 etur Pólland kappi við Senegal. Þessir tveir leikir eru í H-riðlinum.

Þegar þessum leikjum er lokið hefst önnur umferð riðlakeppninnar með leik Rússlands og Egyptalands klukkan 18:00. Þetta er virkilega athyglisverður leikur. Rússar unnu fyrsta leik sinn við Sádí-Arabíu á meðan Egyptar töpuðu fyrir Úrúgvæ. Egyptaland þarf helst að vinna leikinn í kvöld, en ef Egyptar tapa eru þeir svo gott sem úr leik.

Búist er við því að Mohamed Salah spili í kvöld með Egyptalandi.

Leikir dagsins:

H-riðill:
12:00 Kólumbía - Japan (Saransk)
15:00 Pólland - Senegal (Moskva)

A-riðill:
18:00 Rússland - Egyptaland (Sankti Pétursborg)
Athugasemdir
banner
banner
banner