þri 19. júní 2018 12:38
Magnús Már Einarsson
Ighalo: Þurfum að vera grimmari gegn Íslandi
Icelandair
Odion Ighalo sló í gegn hjá Watford.
Odion Ighalo sló í gegn hjá Watford.
Mynd: Getty Images
Odion Ighalo, framherji Nígeriu, hefur kallað eftir meiri grimmd frá liðinu í leiknum gegn Íslandi á föstudaginn.

Nígería tapaði 2-0 gegn Króatíu í fyrsta leik sínum á laugardaginn.

„Við vorum ekki nógu grimmir í síðasta leik. Við þurfum að vera grimmari gegn Íslandi því þeir eru líkamlega sterkir," sagði Ighalo.

„Við þurfum að skapa fleiri færi fyrir framan markið og skora mörk. Ef þú skorar ekki mörk þá vinnur þú ekki leiki."

Ighalo er einn af mörgum öflugum framherjum í liði Nígeríu en hann var í byrjunarliðinu gegn Króatíu.

Hinn 29 ára gamli Ighalo spilar í dag með Changchun Yatai í Kína en hann sló í gegn með Watford í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2015/2016.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner