þri 19. júní 2018 19:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Neuer neitar að klefinn sé tvístraður
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Manuel Neuer, markvörður þýska landsliðsins hefur neitað fyrir það að klefinn sé tvístraður eftir tap gegn Mexíkó.

Fjallað hefur verið um það í fjölmiðlum í Þýskalandi að klefinn sé skiptur í tvo flokka en Neuer sem er fyrirliði liðsins hefur neitað fyrir það.

Neuer kom fimmtíu mínútum of seint á blaðamannafund og sagði fréttamönnum að hann hefði verið að koma af liðsfundi en vildi ekki fara ítarlega yfir hvað hafi verið rætt. Hann viðurkenndi hinsvegar að eftir tapið gegn Mexíkó hafi nokkuð vandamál verið rædd innan liðsins.

„Það er engin klofning, við erum eitt lið. Við erum okkar stærstu gagnrýnendur, við vorum reiðir út í okkar sjálfa eftir leikinn gegn Mexíkó. Við vorum vonsviknir, " sagði Neuer.

„Það er mikilvægt að ræða málin hreint út. Ég tel að samskipti okkar hafi aldrei verið sterkari en eftir Mexíkó leikinn. Okkur skorti hugrekki og sjálfstraust. Ég get ekki sagt hvers vegna. Líkamstjáningin var ekki á vellinum og það má ekki gerast aftur."

„Ég er sannfærður um að við munum sýna annað andlit í næsta leik. Við verðum að sýna hvað gerir okkur sterka. Ég er sannfærður um að við getum gert það. Við trúum því og vitum að við getum gert það. Við munum sýna það gegn Svíþjóð."

Liðið mætir Svíþjóð á laugardaginn og þurfa nauðsynlega á sigri að halda. Síðasti leikur liðsins er gegn Suður-Kóreu þann 27.júní.


Athugasemdir
banner
banner