þri 19. júní 2018 14:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Oliver Sigurjóns spáir í sjöttu umferð Pepsi-kvenna
Oliver Sigurjónsson.
Oliver Sigurjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver telur að KR nái í óvænt stig gegn Val.
Oliver telur að KR nái í óvænt stig gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Oliver Sigurjónsson, leikmaður Breiðabliks, spáir í sjöttu umferð Pepsi-deildar kvenna sem hefst í kvöld. Pepsi-deild kvenna er loksins aftur að fara af stað eftir tæplega þriggja vikna hlé. Í hléinu sigraði íslenska landslðiðið Slóveníu í mikilvægum leik í undankeppni HM.

Oliver spáir óvæntum úrslitum í kvöld, en fjórir leikir eru í kvöld og einn leikur er á morgun.



Selfoss 0 - 3 Þór/KA (klukkan 18:00 í kvöld)
Söndrurnar verða á eldi og munu eiga frábæran leik. Kæmi ekki á óvart ef nýstúdentinn Andrea Mist hendi í eina slummu þar sem Selfoss mun líklega liggja lágt niðri allan leikinn.

Valur 1 - 1 KR (klukkan 19:15 í kvöld)
Óvæntu úrslit umferðarinnar. Hreffie elskar stóru leikina, þrátt fyrir að fá alltaf rosalega mikið af færum á sig. Valsstelpur eru með frábært lið en ofurkonan Málfríður skorar. Queen Bojana mun í viðtali eftir leik segja að KR átti skilið meira úr þessum leik.

Breiðablik 3 - 1 FH (klukkan 19:15 í kvöld)
FH er með betra lið en taflan sýnir. Þær fóru í utanlandsferð í landsleikjafríinu, tönuðu, æfðu líklega og nokkrir jökulkaldir runnu niður. Skemmtileg tilbreyting hjá þeim en eiga ekki breik í Blikana, ekki séns. Selma Sól er með sturlað sjálfstraust eftir frábæran landsleik, verður langbest. Fótboltaheili Andreu Rán mun splúndra FH og hún verður með tvær stoðsendingar. Berglind og Selma Sól sjá um markaskorun.

Grindavík 2 - 2 HK/Víkingur (klukkan 19:15 í kvöld)
HK/Vikes skvísur hafa spilað nokkuð vel en það telur ekkert að spila vel í fótbolta og það vita Grindjána stelpur. Fatma Kara í HK/Vikes er bilað góð en mun pirrast á vindinum og nær ekki sínum leik. Grindjánar skora minnst eitt úr föstu leikatriði.

Stjarnan 3 - 1 ÍBV (á morgun klukkan 18:00)
Svindlkonan og verðandi landsliðskona Íslands, Cloé Lacasse, mun skora fyrir ÍBV. Shameeka Fishley hjá ÍBV á að vera svaka leikmaður en teppið og Birna Kristjáns, markmaður Star, fara illa með hana í þessum leik. Harpa hrekkur í gang og skorar, Birna Jó skorar aftur. Svo er ég að reikna með Þórdísi Hrönn undir lokin til þess að jarða leikinn, hún var ekki með í síðasta leik, vona að það sé ekkert alvarlegt og hún klári dæmið.

Sjá einnig:
Markaðurinn lokar klukkan 17 í Draumaliðsdeild Toyota
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner