Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 19. júní 2019 22:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aftur endurtekin vítaspyrna á HM kvenna - „Algjör bilun"
Mynd: Getty Images
Úr leik Argentínu og Skotlands í kvöld.
Úr leik Argentínu og Skotlands í kvöld.
Mynd: Getty Images
Skotar eru úr leik.
Skotar eru úr leik.
Mynd: Getty Images
Skotland er úr leik á Heimsmeistaramóti kvenna eftir 3-3 jafntefli gegn Argentínu í kvöld.

Skotar misstu hausinn algjörlega síðustu mínúturnar og köstuðu frá sér 3-0 forystu.

Argentína jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu. Lee Alexander varði fyrst en dómarinn fyrirskipaði að vítaspyrnan yrði tekin aftur þar sem hún var komin með báða fætur af línunni. Ekki fyrsta vítaspyrnan sem er tekin aftur á þessu móti vegna þess.

Nýjar reglur sem eru í gildi á þessu móti segja til um það að markvörður verður að hafa að minnsta kosti annan fótinn á línunni þegar vítaspyrnan er tekin.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem vítaspyrna er tekin aftur á HM kvenna í sumar vegna þess að markvörður er ekki með báða fætur á línunni, þó það sé mjög tæpt. Frakkland vann Nígeríu fyrr í vikunni vegna endurtekinnar vítaspyrnu.

Smelltu hér til að sjá atvikið í kvöld. Það réði úrslitum í leiknum.

Rory Smith skrifar um fótbolta fyrir New York Times og hann er ekki hrifinn af þessu.

„Að vítaspyrnur séu teknar aftur þegar markverðir eru nánast ekki komnir af línunni er algjör bilun og FIFA þarf að gera eitthvað í þessu strax," skrifar Rory. „Það er verið að banna markvörðum að hreyfa sig. Ég skil ef þú vilt ekki svona stór stökk fram í anda Dudek eða Oblak, en ef það þarf að taka vítaspyrnu aftur út af einhverjum sentímetra þá er verið að gera markvörðum mjög erfitt fyrir."


Ofboðslega sorglegt
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Elísa Viðarsdóttir voru gestir Kristjönu Arnarsdóttur í HM-stofunni á RÚV í kvöld. Þær segja að þetta sé sorglegt.

„Mér finnst ótrúlegt að við séum að upplifa annað svona augnablik á þessu móti. Ég trúi ekki að þetta sé að gerast. Ef þær ætla að halda þessari línu þá verða þær að gera það allt mótið, en mér finnst þetta full harkalegt," sagði Elísa.

„Mér finnst þetta ofboðslega sorglegt. Í fyrsta lagi að hún dæmi ekki vítið beint þegar þetta er augljóst víti. Svo sé maður varla að hún fer af línunni. Þetta mót er búið að vera frábær auglýsing fyrir kvennaboltann, en að þetta sé umræðan er ofboðslega sorglegt," sagði Ásgerður Stefanía.

„Maður vill að fótboltinn sé umræðan á kaffistofunum, ekki dómgæslan," sagði Elísa þá.


Athugasemdir
banner
banner