Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 19. júní 2019 15:30
Elvar Geir Magnússon
Andersen: Kannski tími til að breyta til
Joachim Andersen (til hægri).
Joachim Andersen (til hægri).
Mynd: Getty Images
Danski varnarmaðurinn Joachim Andersen hjá Sampdoria segir að kannski sé rétti tímapunkturinn til að breyta til á ferli sínum.

Arsenal og Tottenham hafa sýnt þessum 23 ára leikmanni áhuga. Þá hefur hann einnig verið orðaður við AC Milan en Marco Giampaolo, sem hefur þjálfað Sampdoria undanfarin ár, er að taka við Milan.

Andersen hefur staðfest að umboðsmaður sinn sé að ræða við áhugasöm félög.

„Það gæti verið kominn tími á að taka næsta skref. Ég hef elskað tíma minn hjá Sampdoria en nú gæti verið rétti tímapunkturinn til að fara annað," segir Andersen.

„Ég mun taka ákvörðun bráðlega, í samráði við fjölskyldu mína og umboðsmann. Ég á mér draum um að spila fyrir stærstu félög heims og í stærstu keppnum heims."
Athugasemdir
banner
banner