mið 19. júní 2019 18:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið KR og Vals: Hannes snýr aftur í markið
Hannes er í markinu hjá Val. Hann mætir sínum gömlu félögum.
Hannes er í markinu hjá Val. Hann mætir sínum gömlu félögum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Örn Hauksson hefur byrjað frábærlega í Pepsi Max-deildinni. Ná Valsmenn að stöðva hann í kvöld?
Óskar Örn Hauksson hefur byrjað frábærlega í Pepsi Max-deildinni. Ná Valsmenn að stöðva hann í kvöld?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er sannkallaður stórleikur í Pepsi Max-deildinni í kvöld þegar Valur og KR eigast við.

Hérna verður textalýsing frá leiknum.

Með sigri í kvöld geta KR-ingar endurheimt toppsætið í deildinni. Breiðablik skaust á toppinn með 3-1 útisigri á Stjörnunni í gærkvöldi. Valur er hinsvegar tíu stigum á eftir KR og því mikilvægt fyrir liðið að ná sigri í kvöld. Útlitið yrði ansi svart fyrir rauða Valsmenn tapi þeir leiknum í kvöld.

Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er tilbúinn í slaginn og er í marki Vals í kvöld.

Hannes fékk leyfi til að fara í brúðkaup hjá Gylfa Sigurðssyni, samherja sínum í íslenska landsliðinu, um liðna helgi en Hannes var að glíma við meiðsli.

Hann missti því af 5-1 sigri Vals gegn ÍBV en Anton Ari Einarsson stóð þá í markinu.

Sjá einnig:
Fullyrðir að Hannes hafi haft klásúlu í samningnum um brúðkaup Gylfa

KR er með sama byrjunarlið og vann ÍA 3-1. Skúli Jón Friðgeirsson var á bekknum gegn ÍA, en hann er ekki á bekknum í dag. Skúli hefur ekkert spilað á þessu tímabili vegna höfuðmeiðsla.

Byrjunarlið KR:
1. Beitir Ólafsson (m)
4. Arnþór Ingi Kristinsson
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
10. Pálmi Rafn Pálmason
17. Alex Freyr Hilmarsson
19. Kristinn Jónsson
20. Tobias Thomsen
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson
25. Finnur Tómas Pálmason

Byrjunarlið Vals:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Sebastian Hedlund
7. Haukur Páll Sigurðsson (f)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
17. Andri Adolphsson
19. Lasse Petry
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
71. Ólafur Karl Finsen
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner