Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 19. júní 2019 22:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM U21: Pólland í góðri stöðu - Fornals tryggði Spáni sigur
Fornals skoraði sigurmark Spánar.
Fornals skoraði sigurmark Spánar.
Mynd: Getty Images
Pólland er í góðri stöðu í A-riðli Evrópumóts U21 landsliða eftir sigur gegn Ítalíu í kvöld.

Krystian Bielik, sem er á mála hjá Arsenal, skoraði eina mark leiksins á 40. mínútu. Bielik er 21 árs gamall. Hann lék með Charlton og hjálpaði liðinu að komast upp úr ensku C-deildinni á síðustu leiktíð.

Pólland er með sex stig eftir sigur á Belgíu í fyrsta leik. Belgía tapaði í kvöld gegn Spáni, 2-1.

Dani Olmo kom Spánverjum yfir áður en Sebastiaan Bornauw jafnaði fyrir Belgíu á 24. mínútu. Pablo Fornals, nýjasti leikmaður West Ham, skoraði sigurmark Spánar á 89. mínútu. Hér að neðan má sjá mark hans.

Spánn er með þrjú stig í riðlinum eins og Ítalía.

Spánn 2 - 1 Belgía
1-0 Dani Olmo ('6)
1-1 Sebastiaan Bornauw ('24)
2-1 Pablo Fornals ('89)

Ítalía 0 - 1 Pólland
0-1 Krystian Bielik ('40)



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner