Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 19. júní 2019 12:17
Elvar Geir Magnússon
Evrópubann Neymar stendur - Áfýjun hafnað
Neymar.
Neymar.
Mynd: Getty Images
UEFA hafnaði áfrýjun Paris St-Germain vegna þriggja leikja Evrópubanns brasilíska sóknarmannsins Neymar.

Neymar lét dómara heyra eftir tap PSG gegn Manchester United í Meistaradeildinni.

Neymar var allt annað en sáttur eftir að PSG féll úr leik gegn United eftir að dómarinn Damir Skomina leitaði í VARsjánna í uppbótartíma og dæmdi United vítaspyrnu.

„Þetta er til skammar!" skrifaði Neymar á Instagram. „UEFA velur fjóra menn sem vita ekkert um fótbolta til að fara yfir atvikið hægt á myndbandi. Þetta var engan veginn hendi. Farið til fjandans!"

Neymar spilaði ekki leikinn vegna meiðsla og fylgdist með úr heiðursstúkunni. Nokkrum dögum áður hafði hann verið að djamma í heimalandi sínu, Brasilíu.

Þriggja leikja bannið hjá Neymar stendur.
Athugasemdir
banner
banner
banner