mið 19. júní 2019 05:55
Arnar Helgi Magnússon
HM kvenna í dag - Endar England með fullt hús stiga?
Morgan hefur verið frábær.
Morgan hefur verið frábær.
Mynd: Getty Images
Það er farið að styttast í annan endann í riðlakeppni Heimsmeistaramóts kvenna sem nú fer fram í Frakklandi. Tveir leikir eru á dagskrá í kvöld í D-riðlinum.

England og Japan mætast en fyrir leikinn eru þessi lið svo gott sem örugg með sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. England er með fullt hús stiga en liðið hefur unnið bæði Argentínu og Skotland. Japan er í 2. sæti riðilsins með fjögur stig.

Efstu tvö liðin fara beint upp ásamt fjórum bestu liðunum sem enda í þriðja sæti.

Í hinum leik kvöldsins mætast Skotland og Argentína. Argentína getur jafnað Japan að stigum sigri þær Skota og Japan tapar gegn Englandi.

Það verður þó ekki ljóst fyrr en á morgun hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum en riðlakeppninni lýkur á morgun. Þá kemur einnig í ljós hvaða fjögur lið sem enduðu í 3. sæti komast í 16-liða úrslitin.

Leikir dagsins:
19:00 Skotland - Argentína
19:00 Japan - England (RÚV)
Athugasemdir
banner
banner
banner