Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 19. júní 2019 10:58
Elvar Geir Magnússon
Möguleiki á að Kolbeinn spili á Hlíðarenda
Mynd: Eyþór Árnason
Í gær var dregið í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en Íslandsmeistarar Vals leika gegn slóvensku meisturunum í Maribor.

Nú er ljóst að ef Valur nær að slá út Maribor mun liðið leika gegn sigurvegaranum úr einvígi AIK og Ararat frá Armeníu í 2. umferð forkeppninnar.

Kolbeinn Sigþórsson landsliðsmaður leikur fyrir AIK.

Ef Valsmenn tapa gegn Maribor fá þeir ansi erfitt verkefni í forkeppni Evrópudeildarinnar og mæta annað hvort Ferencvaros frá ungverjalandi eða Ludogorets frá Búlgaríu.

Valur mun leika fyrri leikinn gegn Maribor á heimavelli á Hlíðarenda, 9. eða 10. júlí og seinni leikurinn verður svo ytra 16. eða 17. júlí.

1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar:
Nomme Kalju FC - KF Shkendija
FK Suduva - Rauða Stjarnan
Ararat-Armenia - AIK
FC Astana - CFR 1907 Cluj
Ludogorets - Ferencvaros
FK Partizani - Qarabag FK
SK Slovan Bratislava - FK Sudjeska
Celtic FC - FK Sarajevo
FC Sheriff Tiraspol - Saburtalo
F91 Dudelange - Valletta
Valur Reykjavik - NK Maribor
Dundalk - Riga FC
The New Saints FC - Lið úr undankeppni
HJK Helsinki - HB
BATE Borisov - Piast Gliwice
Athugasemdir
banner
banner