mið 19. júní 2019 14:00
Elvar Geir Magnússon
Platini var látinn laus eftir langa yfirheyrslu
Michel Platini.
Michel Platini.
Mynd: Getty Images
Michel Platini, fyrrum forseti UEFA, eyddi öllum gærdeginum í langri yfirheyrslu vegna ásakana um spillingu þegar samþykkt var að HM 2022 yrði haldið í Katar.

Platini hefur neitað sök en Platini var færður í yfirheyslu í París í gærmorgun og var svo látinn laus seint í gærkvöldi.

„Þetta tók langan tíma en miðað við fjölda spurninga sem ég fékk var ljóst að þetta myndi alltaf vera langt. Ég var spurður út í EM 2016, HM í Rússlandi og HM í Katar," segir Platini.

Síðustu tvö ár hefur verið í gangi rannsókn á spillingu í tengslum við HM 2018 og 2022.

Sjá einnig:
Platini heldur fram sakleysi sínu

Platini er að klára að afplána fjögurra ára bann frá afskiptum af fótbolta en það klárast 2019.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner