Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
   mið 19. júní 2019 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Kristins: Erum að hlaupa í 95 mínútur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Markið sem við skorum breytir þessu," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 3-2 sigur á Val í Pepsi Max-deildinni á þessu miðvikudagskvöldi.

Lestu um leikinn: KR 3 -  2 Valur

KR-ingar lentu 2-0 undir en komu til baka og unnu 3-2. Með sigrinum komust þeir aftur á topp deildarinnar.

„Þegar við minnkum muninn í 2-1 þá fengu menn þessa trú og þá losnaði þessi skjálfti sem mér fannst vera í liðinu allan fyrri hálfleikinn. Það losnar um alla og við spilum eins og við viljum að við spilum."

„Karakterinn, viljinn og krafturinn sem liðið sýnir var frábær."

„Ef að þetta hefði verið öfugt þá hefði þetta örugglega gerst við okkur líka. Það gerist við flest lið þegar þú ert að reyna að verja 2-0 forystu og færð á þig mark í andlitið þá ferðu enn meira að reyna að verja 2-1 og leggst aftar ósjálfrátt. Við hefðum lent í því sama. Þú sérð þegar staðan er orðin 3-2 þá leggjumst við til baka og þeir æða fram með allt. Svona er fótboltinn og svona er hann skemmtilegur," sagði Rúnar.

„Það er mikið eftir af mótinu. Fyrir okkur skiptir miklu máli að við vinnum okkar leiki. Valsmenn hafa átt erfitt uppdráttar í sumar. Þeir eru með frábært lið. Munurinn á þessum tveimur liðum er ekkert mikill. Valur á eftir að koma sér upp töfluna."

„Við viljum sjá til þess að við hlaupum í 95 mínútur, ekki bara 90. Við klúðruðum einum leik fyrr í sumar gegn Fylki þegar við fáum á okkur mark á lokamínútuunum og förum svo til Grindavíkur og töpum þar. Við lærum af þessum mistökum. Íslandsmótið er það sterkt að við getum ekki slakað á í einum einasta leik. Við erum að lyfta okkur upp töfluna af því við erum að hlaupa í 95 mínútur."
Athugasemdir
banner
banner