Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 19. júní 2019 06:00
Elvar Geir Magnússon
Sjálfsmark Wan-Bissaka reyndist dýrt
Phil Foden í leiknum í gær.
Phil Foden í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Enska U21-landsliðið tapaði fyrir Frakklandi 1-2 á dramatískan hátt í gær en þetta var fyrsti leikur beggja liða í úrslitakeppni EM U21 landsliða sem fram fer á Ítalíu.

Fréttir enskra fjölmiðla um að Phil Foden yrði á bekknum reyndust ekki á rökum reistar. Þessi efnilegi leikmaður Manchester City var í byrjunarliðinu og þakkaði traustið með því að skora fyrsta mark leiksins í seinni hálfleik.

Hamza Choudhury, leikmaður Leicester, fékk svo að líta rauða spjaldið á 63. mínútu og Frakkar nýttu sér liðsmuninn. Jonathan Ikone jafnaði í 1-1 á 89. mínútu.

Þegar rúmlega fjórar mínútur voru komnar yfir venjulegan leiktíma skoraði Aaron Wan-Bissaka, leikmaður Crystal Palace, sjálfsmark og Frakkar fengu öll stigin.
Athugasemdir
banner
banner
banner