Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 19. júní 2019 08:30
Arnar Helgi Magnússon
Þjálfari Dortmund framlengir
Mynd: Getty Images
Lucien Favre hefur skrifað undir nýjan samning við Dortmund sem að heldur honum hjá félaginu til ársins 2021.

Favre tók við þýska liðinu fyrir tímabilið en áður hafði hann þjálfað Nice með fínum árangri.

Stjórnarmenn Dortmund eru í skýjunum með tímabilið en liðið endaði í 2. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Bayern Munchen. Dortmund var í toppsætinu lengi vel á leiktíðinni.

„Favre hefur komið vel inn í félagið og er stöðugt að þróa sína sýn. Hann er að ná því besta út út leikmönnunum og við erum mjög sáttir með hans störf," segir Michael Zorc, íþróttastjóri Dortmund.

„Hann uppfyllti allar þær kröfur sem að við settum fyrir tímabilið, og gott betur. Við viljum móta framtíðina í sameiningu," sagði Zorc að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner